Sýknaður þrátt fyrir játningu um að binda niður barn og kitla það Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 15:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Maður, sem var ákærður fyrir að brot á barnaverndarlögum með því að brjóta á tíu ára gömlum dreng, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í desember 2021. Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira