TikTok-takkó sem slær öllu við Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. janúar 2024 09:31 Helga Magga deilir fjölda girnilegra uppskrifta með fylgjendum sínum á Tiktok og Instagram. Aðsend Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði. Fyrirmyndin af réttinum er hinn klassíski Big Mac hamborgari sem er á matseðli bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's. „Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á tiktok. Hér er hún komin í macros vænan búning. Ég nota nautahakk í uppskriftinni en það er einnig hægt að nota kalkúnahakk sem er fituminna kjöt. Það er sniðugt að hafa ofnbakaðar kartöflur með þessu, ég myndi segja að magn á mann væri um 2 - 3 stk svo mögulega þurfa sumir að stækka uppskriftina, ég geri eina og hálfa fyrir mína fjölskyldu,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Helga Magga deilir fjölda uppskrifta á TikTok-síðu sinni sem og á vefsíðunni Helgamagga.is View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Smashburger taco Fyrir 3-4 8 litlar tortillur 500 g nautahakk Jöklasalat Laukur Súrar gúrkur niðurskornar Ostsneiðar Aðferð Takið til 8 litlar hringlaga tortillur og skiptið 500 g af nautahakkinu í 8 parta, hvert um það bil 62/63 g. Skerið fínt niður kálið, laukinn og súru gúrkurnar og setjið til hliðar. Kryddið nautahakkið með salti og pipar og dreifið á hverja tortillu, reynið að láta það ná alveg út í endana. Steikið svo tortillurnar í um 3-4 mínútur með hakkið niður. Snúið við, setjið ostsneið ofan á og hitið tortilluna aðeins áfram, til dæmis á annarri pönnu. Það er sniðugt að geyma steiktu tortillurnar inni í heitum ofni á meðan restin er steikt. Berið fram með káli, lauk, súrum gúrkum og sósunni sem minnir á Big Mac sósuna góðu (uppskrift hér fyrir neðan). Big Mac sósan 1 dós sýrður rjómi 180 g 2 msk. sætt sinnep (gult) 30 g 2 msk. tómatsósa 30 g 50 súrar gúrkur fínt niðurskornar Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk Aðferð: Blandið öllum innihaldsefnunum í sósuna saman í skál. Hrærið vel og geymið í kæli þar bera á sósuna fram. Uppskriftir Samfélagsmiðlar Matur TikTok Taco Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fyrirmyndin af réttinum er hinn klassíski Big Mac hamborgari sem er á matseðli bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's. „Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á tiktok. Hér er hún komin í macros vænan búning. Ég nota nautahakk í uppskriftinni en það er einnig hægt að nota kalkúnahakk sem er fituminna kjöt. Það er sniðugt að hafa ofnbakaðar kartöflur með þessu, ég myndi segja að magn á mann væri um 2 - 3 stk svo mögulega þurfa sumir að stækka uppskriftina, ég geri eina og hálfa fyrir mína fjölskyldu,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Helga Magga deilir fjölda uppskrifta á TikTok-síðu sinni sem og á vefsíðunni Helgamagga.is View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Smashburger taco Fyrir 3-4 8 litlar tortillur 500 g nautahakk Jöklasalat Laukur Súrar gúrkur niðurskornar Ostsneiðar Aðferð Takið til 8 litlar hringlaga tortillur og skiptið 500 g af nautahakkinu í 8 parta, hvert um það bil 62/63 g. Skerið fínt niður kálið, laukinn og súru gúrkurnar og setjið til hliðar. Kryddið nautahakkið með salti og pipar og dreifið á hverja tortillu, reynið að láta það ná alveg út í endana. Steikið svo tortillurnar í um 3-4 mínútur með hakkið niður. Snúið við, setjið ostsneið ofan á og hitið tortilluna aðeins áfram, til dæmis á annarri pönnu. Það er sniðugt að geyma steiktu tortillurnar inni í heitum ofni á meðan restin er steikt. Berið fram með káli, lauk, súrum gúrkum og sósunni sem minnir á Big Mac sósuna góðu (uppskrift hér fyrir neðan). Big Mac sósan 1 dós sýrður rjómi 180 g 2 msk. sætt sinnep (gult) 30 g 2 msk. tómatsósa 30 g 50 súrar gúrkur fínt niðurskornar Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk Aðferð: Blandið öllum innihaldsefnunum í sósuna saman í skál. Hrærið vel og geymið í kæli þar bera á sósuna fram.
Uppskriftir Samfélagsmiðlar Matur TikTok Taco Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira