Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 22:59 Hjalti hafði sannarlega ástæðu til að brosa í kvöld, en beið þó með það þangað til í leikslok Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. „Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira