Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 10:06 Fritzl er 88 ára og er með vitglöp. Hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár og nauðgaði henni og beitti hana ofbeldi. Vísir/Getty Dómstóll í Austurríki samþykkti í morgun að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. Fritzl var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara heimilis þeirra í 24 ár og nauðgað henni og beitt hana ofbeldi. Hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.Greint er frá á vef Reuters. Greint var frá því í síðustu viku að það væri til skoðunar að sleppa honum úr fangelsi. Fritzl er 88 ára gamall og er sagður með vitglöp. Hann hefur hingað til verið vistaður á réttargeðdeild. Til hans sást í vikunni á kaffihúsi nærri fangelsinu þar sem hann afplánar í Krems an der Donau nærri borginni Vín. Það er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann sást utan fangelsis. „Hann var við það að tárast þegar hann sagðist enn og aftur hafa gert hræðilegan hlut, og að honum þætti það afskaplega leitt og vildi að hann gæti tekið það til baka,“ sagði lögmaður hans Astrid Wagner, eftir áheyrnina þar sem ákveðið var að flytja hann í venjulegt fangelsi. Wagner segir að Fritzl muni óska þess eftir flutninginn að vera sleppt úr fangelsi. Það mun hann líklega gera á næsta ári en hann fær heimild til þess í venjulegu fangelsi. „Líf hans verður með svipuðu sniði. Fangelsi er fangelsi,“ sagði Wagner um það hvort að líf hans myndi breytast eftir flutninginn í venjulegt fangelsi. Hún sagði að hann myndi halda áfram sálfræðimeðferð eftir flutninginn. Mál Josef Fritzl Austurríki Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40 Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18 Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30 Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Fritzl var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara heimilis þeirra í 24 ár og nauðgað henni og beitt hana ofbeldi. Hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.Greint er frá á vef Reuters. Greint var frá því í síðustu viku að það væri til skoðunar að sleppa honum úr fangelsi. Fritzl er 88 ára gamall og er sagður með vitglöp. Hann hefur hingað til verið vistaður á réttargeðdeild. Til hans sást í vikunni á kaffihúsi nærri fangelsinu þar sem hann afplánar í Krems an der Donau nærri borginni Vín. Það er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann sást utan fangelsis. „Hann var við það að tárast þegar hann sagðist enn og aftur hafa gert hræðilegan hlut, og að honum þætti það afskaplega leitt og vildi að hann gæti tekið það til baka,“ sagði lögmaður hans Astrid Wagner, eftir áheyrnina þar sem ákveðið var að flytja hann í venjulegt fangelsi. Wagner segir að Fritzl muni óska þess eftir flutninginn að vera sleppt úr fangelsi. Það mun hann líklega gera á næsta ári en hann fær heimild til þess í venjulegu fangelsi. „Líf hans verður með svipuðu sniði. Fangelsi er fangelsi,“ sagði Wagner um það hvort að líf hans myndi breytast eftir flutninginn í venjulegt fangelsi. Hún sagði að hann myndi halda áfram sálfræðimeðferð eftir flutninginn.
Mál Josef Fritzl Austurríki Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40 Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18 Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30 Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40
Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18
Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30
Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12