Hver tekur við Liverpool af Klopp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2024 11:44 Hver er líklegastur? Hér eru fimm sem koma kannski til greina. Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi, Xabi Alonso, Steven Gerrard og Jose Mourinho. Samsett/Getty Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni. Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Sjá meira
Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Sjá meira
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41