Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:43 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira