Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Hjólreiðar Fíkn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun