Segja þrjá stjóra passa best fyrir Liverpool og einn er Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 08:00 Jürgen Klopp er ekki að lesa fréttina þarna en ekki er vitað hversu mikinn þátt hann tekur í að finna eftirmann sinn. Getty/Alexander Hassenstein Liverpool er að horfa í kringum sig og hefja leit að eftirmanni Jürgen Klopp. Þjóðverjinn hættir með liðið í sumar eftir níu ára starf. Spænska stórblaðið Marca hellti sér í smá rannsóknarvinnu til að finna út hvaða stjóri passar best fyrir Liverpool. Blaðamaður Marca bendir reyndar á það að Liverpool eigi eftir að ákveða hvort félagið vilji knattspyrnustjóra sem er svipaður og Klopp eða fá nýjar og allt aðrar áherslur inn á Anfield. Buscando al sustituto de Klopp en el Liverpool: el deseado, el similar y el tapado https://t.co/qVZlGu1zLC por @miguelangaro— MARCA (@marca) January 29, 2024 Vilji félagið fylgja sömu slóð og Klopp var að fara, sem er líklegt, þá segir blaðið hafa funduð þrjá stjóra sem passa best fyrir Liverpool. Blaðið notaði Coachinside forritið til að kalla eftir stjórum sem vilja spila ákveðinn fótbolta og fylgja svipuðum leikstíl og Liverpool spilar og vill spila. Einn af þessum stjórum er Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, sem hefur verið orðaður við starfið frá fyrstu mínútu en annar er Spánverjinn Luis Enrique sem nú stýrir franska liðinu Paris Saint Germain. Þriðji maðurinn kemur nokkuð á óvart en það er Norðmaðurinn Kjetil Knutsen sem hefur verið að gera góða hluti með norska félagið Bodö/Glimt. Staðarblaðið Avisa Nordland bar þessa grein í Marca undir Knutsen. „Það er gaman að þessu. Ég skil svo sem alveg af hverju ég kom upp en fyrir utan það eru hinir kostirnir mun betri. Það er samt gaman að menn séu að taka eftir því sem við erum að gera í Glimt. Við leggjum áherslu á liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Knutsen. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Spænska stórblaðið Marca hellti sér í smá rannsóknarvinnu til að finna út hvaða stjóri passar best fyrir Liverpool. Blaðamaður Marca bendir reyndar á það að Liverpool eigi eftir að ákveða hvort félagið vilji knattspyrnustjóra sem er svipaður og Klopp eða fá nýjar og allt aðrar áherslur inn á Anfield. Buscando al sustituto de Klopp en el Liverpool: el deseado, el similar y el tapado https://t.co/qVZlGu1zLC por @miguelangaro— MARCA (@marca) January 29, 2024 Vilji félagið fylgja sömu slóð og Klopp var að fara, sem er líklegt, þá segir blaðið hafa funduð þrjá stjóra sem passa best fyrir Liverpool. Blaðið notaði Coachinside forritið til að kalla eftir stjórum sem vilja spila ákveðinn fótbolta og fylgja svipuðum leikstíl og Liverpool spilar og vill spila. Einn af þessum stjórum er Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, sem hefur verið orðaður við starfið frá fyrstu mínútu en annar er Spánverjinn Luis Enrique sem nú stýrir franska liðinu Paris Saint Germain. Þriðji maðurinn kemur nokkuð á óvart en það er Norðmaðurinn Kjetil Knutsen sem hefur verið að gera góða hluti með norska félagið Bodö/Glimt. Staðarblaðið Avisa Nordland bar þessa grein í Marca undir Knutsen. „Það er gaman að þessu. Ég skil svo sem alveg af hverju ég kom upp en fyrir utan það eru hinir kostirnir mun betri. Það er samt gaman að menn séu að taka eftir því sem við erum að gera í Glimt. Við leggjum áherslu á liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Knutsen.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira