Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 08:18 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum vegna vanefnda sveitarfélagsins. Vísir/Arnar HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, sem hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Þar segir að um sé að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. „Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði. Þær einstöku aðstæður eiga við í Vestmannaeyjum að flytja þarf vatn frá landi um neðansjávarlögn með verulegum tilkostnaði sem venjulegur rekstur vatnsveitunnar ber ekki. Skýrir þetta hversvegna Vestmannaeyjabær er eigandi neðansjávarlagnarinnar milli Landeyjasands og Vestmannaeyjabæjar og hlaut vegna uppbyggingu hennar ríkisstuðning árið 2009. Samkvæmt samningi HS Veitna við bæjarfélagið reka HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kostnaðarsöm viðgerð og bærinn ekki axlað ábyrgð Fram kemur að eftir að Huginn VE 55 hafi valdið stórtjóni á lögninni 17. nóvember síðastliðinn hafi HS Veitur unnið ötullega að því að tryggja að unnt sé að flytja vatn um hana til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu. HS Veitur telur að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar.Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega. Auk vatnsveitu reka HS Veitur rafveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Framangreint hefur ekki áhrif á þann rekstur fyrirtækisins og ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsmanna hjá HS Veitum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Orkumál Vatn Tengdar fréttir Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, sem hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Þar segir að um sé að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. „Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði. Þær einstöku aðstæður eiga við í Vestmannaeyjum að flytja þarf vatn frá landi um neðansjávarlögn með verulegum tilkostnaði sem venjulegur rekstur vatnsveitunnar ber ekki. Skýrir þetta hversvegna Vestmannaeyjabær er eigandi neðansjávarlagnarinnar milli Landeyjasands og Vestmannaeyjabæjar og hlaut vegna uppbyggingu hennar ríkisstuðning árið 2009. Samkvæmt samningi HS Veitna við bæjarfélagið reka HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kostnaðarsöm viðgerð og bærinn ekki axlað ábyrgð Fram kemur að eftir að Huginn VE 55 hafi valdið stórtjóni á lögninni 17. nóvember síðastliðinn hafi HS Veitur unnið ötullega að því að tryggja að unnt sé að flytja vatn um hana til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu. HS Veitur telur að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar.Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega. Auk vatnsveitu reka HS Veitur rafveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Framangreint hefur ekki áhrif á þann rekstur fyrirtækisins og ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsmanna hjá HS Veitum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Orkumál Vatn Tengdar fréttir Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22