Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 11:03 Gestir Pallborðsins eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands og Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan. Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira