Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.
Hann segir að aðstæður hafi verið erfiðar á vettvangi slyssins og töluverð hálka, líkt og víða annars staðar. Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega í umferðinni við þær aðstæður sem nú eru á vegum.
Lögregla rannsaki tildrög slyssins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.