Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 11:34 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem var fámennt í morgun. Vísir/Vilhelm Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21