Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 15:45 Brynjar fékk sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira