„Líður eins og mig sé að dreyma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 23:01 Conor Bradley fagnaði marki sínu í kvöld af mikilli innlifun. Vísir/Getty Hinn tvítugi Conor Bradley átti frábæran leik fyrir Liverpool gegn Chelsea í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína þar að auki. „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“ Enski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“
Enski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira