Risatíðindi úr F1: Hamilton sagður á leið í Ferrari Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:23 Lewis Hamilton virðist eiga að taka sæti Carlos Sainz hjá Ferrari. Getty/Qian Jun Ein stærstu félagaskipti í sögu Formúlu 1 kappakstursins virðast vera í pípunum því talið er að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sé að ganga til liðs við Ferrari. Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti. Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti.
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira