Sá sem talað var um í klefa Man. Utd: „Eins og að mig sé að dreyma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 07:31 Kobbie Mainoo var vel fagnað eftir að hann skoraði glæsilegt sigurmark Manchester United í gærkvöld. Getty/James Gill Rasmus Höjlund segir það hafa verið mál manna í búningsklefa Manchester United síðasta sumar að í hópnum væri einstakt hæfileikabúnt, Kobbie Mainoo. Sá síðarnefndi átti í gær kvöld sem var draumi líkast. Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“ Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“
Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira