Saurmengað vatn á Seyðisfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:53 Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða vatn hyggist þeir drekka það. Fernando Gutierrez-Juarez/Getty Images Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa. Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa.
Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira