Saurmengað vatn á Seyðisfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:53 Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða vatn hyggist þeir drekka það. Fernando Gutierrez-Juarez/Getty Images Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa. Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa.
Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira