Í myndbandi úr leiknum sést Bellingham hreyta einhverju í Greenwood eftir að hann tæklaði gamla Manchester United-manninn. Sérfræðingar í varalestri fundu það út að Bellingham hefði kallað Greenwood nauðgara.
Greenwood var handtekinn fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi. Hann var meðal annars grunaður um nauðgun. Greenwood yfirgaf United í haust og fór til Getafe á láni.
Eftir leikinn í gær óskaði Getafe eftir því að dómarinn Ricardo de Burgos Bengoetxea myndi minnast á ummæli Bellinghams í skýrslu sinni auk þess að láta fulltrúa spænsku úrvalsdeildarinnar til að skoða myndband af atvikinu. Getafe ætlar þó ekki að kvarta formlega undan Bellingham.
Ólíklegt verður að teljast að enska landsliðsmanninum verði refsað, nema að hljóðupptaka af ummælum hans finnist.
Með sigrinum í gær komust Bellingham og félagar á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Þeir eru tveimur stigum á undan spútnikliði Girona. Getafe er aftur á móti í 10. sæti deildarinnar.