Höjlund sló met sem Ronaldo átti Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 15:30 Marcus Rashford og Luke Shaw áttu heiðurinn að undirbúningi marksins sem að Rasmus Höjlund skoraði. Getty/Catherine Ivill Danski framherjinn Rasmus Höjlund bætti í gær met hjá Manchester United sem áður var í eigu Cristiano Ronaldo. Höjlund lagði upp fyrsta mark United í 4-3 sigrinum gegn Wolves, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, og skoraði svo sjálfur skömmu síðar. Þar með hefur Höjlund bæði skorað og lagt upp mark í tveimur deildarleikjum í röð fyrir United, og Daninn ungi virðist orðinn heitur eftir að hafa beðið lengi eftir fyrsta deildarmarki sínu fyrir félagið. Höjlund fagnar 21 árs afmæli á sunnudaginn, þegar United tekur á móti West Ham. Það gerir hann að yngsta leikmanninum í sögu United til að skora og leggja upp mark í tveimur leikjum í röð, en metið var áður í eigu Ronaldo. Rasmus Hojlund becomes the youngest @ManUtd player to score and assist in consecutive Premier League matches The last player to have the record? A certain @Cristiano... pic.twitter.com/3Tcp8jdfWY— Premier League (@premierleague) February 1, 2024 Höjlund er annar af aðeins tveimur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skorað og lagt upp mark í tveimur leikjum í röð, samkvæmt Squawka. Hinn er Bryan Mbeumo hjá Brentford. Höjlund hefur nú skorað þrjú deildarmörk á leiktíðinni en það fyrsta kom á öðrum degi jóla, í 3-2 sigri gegn Aston Villa. Hann skoraði svo og lagði upp mark í 2-2 jafntefli við Tottenham í síðasta mánuði áður en hann endurtók leikinn í gærkvöld. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Höjlund lagði upp fyrsta mark United í 4-3 sigrinum gegn Wolves, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, og skoraði svo sjálfur skömmu síðar. Þar með hefur Höjlund bæði skorað og lagt upp mark í tveimur deildarleikjum í röð fyrir United, og Daninn ungi virðist orðinn heitur eftir að hafa beðið lengi eftir fyrsta deildarmarki sínu fyrir félagið. Höjlund fagnar 21 árs afmæli á sunnudaginn, þegar United tekur á móti West Ham. Það gerir hann að yngsta leikmanninum í sögu United til að skora og leggja upp mark í tveimur leikjum í röð, en metið var áður í eigu Ronaldo. Rasmus Hojlund becomes the youngest @ManUtd player to score and assist in consecutive Premier League matches The last player to have the record? A certain @Cristiano... pic.twitter.com/3Tcp8jdfWY— Premier League (@premierleague) February 1, 2024 Höjlund er annar af aðeins tveimur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skorað og lagt upp mark í tveimur leikjum í röð, samkvæmt Squawka. Hinn er Bryan Mbeumo hjá Brentford. Höjlund hefur nú skorað þrjú deildarmörk á leiktíðinni en það fyrsta kom á öðrum degi jóla, í 3-2 sigri gegn Aston Villa. Hann skoraði svo og lagði upp mark í 2-2 jafntefli við Tottenham í síðasta mánuði áður en hann endurtók leikinn í gærkvöld.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira