Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leik með Genoa í vetur. Getty/Francesco Pecoraro Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa. Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira