Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leik með Genoa í vetur. Getty/Francesco Pecoraro Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa. Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira