Málið sem skekið hefur Skeifuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:46 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Diego Skeifuköttur á ólöglegu flandri í versluninni og Hermann Valsson, aðdáandi Diegos. Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“ Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“
Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42