Fimmtán alhvítir dagar og sólskin undir meðallagi Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:50 Ferðamennirnir létu veðrið ekkert stoppa sig í Reykjavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hiti var undir meðallagi í janúar um land allt. Þessi fyrsti mánuður ársins var tiltölulega kaldur og einkenndu hann miklar umhleypingar undir lokin. Samgöngur riðluðust og eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Það kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari í janúar. Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,1 stig. Það er 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,5 stig, 1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins -0,2 stig og 0,1 stig á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt samantekt Veðurstofunnar var hiti undir meðallagi á mest öllu landinu. Kaldast var á Austurlandi en hlýrra á vestari hluta landsins. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,2 stig á Skarðsheiði en neikvætt hitavik var mest -1,9 stig á Eskifirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,0 stig. Lægstur var meðalhitinn við Sátu norðan Hofsjökuls, -7,2 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -6,2 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,1 stig á Sauðanesvita þann 8. janúar. Mest frost í mánuðinum mældist -24,9 stig á Sauðárkróksflugvelli. Úrkoma yfir meðallagi Úrkoma í Reykjavík mældist 92,7 mm sem er um 5 prósentustigum umfram meðallag áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 40,9 mm sem er um 70 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í janúar 102,2 mm og 130,6 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 18 sem eru þremur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru jafn margir og í meðalári. Fimmtán alhvítir dagar og sólskin undir meðallagi Það voru 15 alhvítir dagar í Reykjavík í janúar, sem er þremur dögum fleiri en að meðaltali 1991 til 2020. Alhvítir dagar á Akureyri voru 19, þremur færri en að meðaltali 1991 til 2020. Þá segir í samantekt Veðurstofunnar að sólskinsstundir í Reykjavík hafi mælst 15,6, sem er 6,9 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 5,7 sem er tæpri einni stund undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur á landsvísu var 0,3 m/s undir meðallagi. Hvassast var þ. 16. (norðanátt) og þ. 25. Meðalloftþrýstingur mánaðarins var 1000,5 hPa hPa í Reykjavík. Það er 3,2 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1041,7 hPa á Fagurhólsmýri þ. 10 og í Skaftafelli þ. 11. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 957,2 hPa á Ísafirði þ. 25. Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. 2. febrúar 2024 21:05 Vindur og él nái hámarki fyrri part kvölds Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku. 2. febrúar 2024 19:08 Hellisheiði og Þrengslin opin á ný Veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna hálku. 2. febrúar 2024 12:40 Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. 2. febrúar 2024 07:03 Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. 1. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,1 stig. Það er 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,5 stig, 1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins -0,2 stig og 0,1 stig á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt samantekt Veðurstofunnar var hiti undir meðallagi á mest öllu landinu. Kaldast var á Austurlandi en hlýrra á vestari hluta landsins. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,2 stig á Skarðsheiði en neikvætt hitavik var mest -1,9 stig á Eskifirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,0 stig. Lægstur var meðalhitinn við Sátu norðan Hofsjökuls, -7,2 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -6,2 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,1 stig á Sauðanesvita þann 8. janúar. Mest frost í mánuðinum mældist -24,9 stig á Sauðárkróksflugvelli. Úrkoma yfir meðallagi Úrkoma í Reykjavík mældist 92,7 mm sem er um 5 prósentustigum umfram meðallag áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 40,9 mm sem er um 70 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í janúar 102,2 mm og 130,6 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 18 sem eru þremur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru jafn margir og í meðalári. Fimmtán alhvítir dagar og sólskin undir meðallagi Það voru 15 alhvítir dagar í Reykjavík í janúar, sem er þremur dögum fleiri en að meðaltali 1991 til 2020. Alhvítir dagar á Akureyri voru 19, þremur færri en að meðaltali 1991 til 2020. Þá segir í samantekt Veðurstofunnar að sólskinsstundir í Reykjavík hafi mælst 15,6, sem er 6,9 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 5,7 sem er tæpri einni stund undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur á landsvísu var 0,3 m/s undir meðallagi. Hvassast var þ. 16. (norðanátt) og þ. 25. Meðalloftþrýstingur mánaðarins var 1000,5 hPa hPa í Reykjavík. Það er 3,2 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1041,7 hPa á Fagurhólsmýri þ. 10 og í Skaftafelli þ. 11. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 957,2 hPa á Ísafirði þ. 25.
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. 2. febrúar 2024 21:05 Vindur og él nái hámarki fyrri part kvölds Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku. 2. febrúar 2024 19:08 Hellisheiði og Þrengslin opin á ný Veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna hálku. 2. febrúar 2024 12:40 Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. 2. febrúar 2024 07:03 Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. 1. febrúar 2024 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Sjá meira
Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. 2. febrúar 2024 21:05
Vindur og él nái hámarki fyrri part kvölds Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku. 2. febrúar 2024 19:08
Hellisheiði og Þrengslin opin á ný Veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna hálku. 2. febrúar 2024 12:40
Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. 2. febrúar 2024 07:03
Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. 1. febrúar 2024 21:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent