Basile lék með Njarðvík síðustu tvö tímabil en hann hefur þó fullyrt í viðtölum að hann sé ekkert að gíra sig sérstaklega upp fyrir leikina gegn þeim.
„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki en það er bara rugl“ - sagði Helgi Magnússon og hafði sennilega eitthvað til síns máls.

Tölurnar tala sínu máli eins og sjá má hér að ofan. Þegar liðin mættust í Njarðvík fyrr í vetur var Basile mikið að hrópa upp í stúku í áttina að stuðningsmönnum Njarðvíkur sem bauluðu á hann í lokin, sem hann viðurkenndi að hefði kveikt í honum.
„Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ - Sagði Basile í viðtali við Vísi eftir þann leik.
Sérfræðingarnir fóru yfir stöðuna hjá Grindavík sem hafa nú unnið sex leiki í röð og virðast ætla að gera sig gildandi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en DeAndre Kane fullyrðir að liði landi titlinum þar sem hann sé í liðinu.
Innslagið má sjá í heild hér að neðan.