Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:32 SZA, Laufey Lín, Miley Cyrus og Taylor Swift eru allar tilnefndar í kvöld. Vísir/EPA og Vilhelm Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott. Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott.
Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein