Potaði í rassinn á leikmanni í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:44 Lucas Ocampos fagnar marki með Sevilla en hann var ekki eins ánægður í leiknum á móti Rayo Vallecano í gær. EPA-EFE/Miguel Angel Molina Lucas Ocampos, leikmaður Sevilla, var öskuillur í leik Sevilla og Rayo Vallecano í spænsku deildinni í gær. Ástæðan var að áhorfandi potaði í rassinn á honum í miðjum leik. Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira