Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 22:23 Bergþóra Snæbjörnsdóttir, segir það mikla gjöf að hjálpa börnum og jafnvel bjarga lífi þeirra. „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. „Þetta er mesta gjöf sem hægt er að fá, að taka á móti börnum sem eru að koma úr svona stórkostlegu áfalli, og geta hjálpað þeim og jafnvel bjargað lífi þeirra.“ Bergþóra, sem er í Egyptalandi ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi, fór út í síðustu viku, og á fjórum dögum tókst þeim að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum frá Gasa. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. Um er að ræða fjölskyldu manns, sem er vinur kvennanna, sem hefur dvalið á Íslandi á síðustu árum. „Hann hefur aldrei fengið að taka utan um yngsta son sinn,“ segir Bergþóra um manninn, sem fékk kennitölu hér á landi í byrjun síðasta árs eftir nokkurra ára vinnu og sótti um fjölskyldusameiningu í aprílmánuði sama árs. Fengu langþráðan hamborgara Þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru voru um það bil tvær klukkustundir frá því að fjölskyldan komst til Kaíró. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ segir Bergþóra. „Þetta er búið að vera ofboðslegt áfall. Þau eru fyrst núna að snerta örugga jörð.“ Hún útskýrir að þau hafi verið flutt yfir landamærum með rútu á vegum egypskra stjórnvalda. Næsta skref sé síðan að fara til Íslands. Bergþóra segir að það eigi ekki að vera mikið vandamál, en að fjölskyldan muni líklega þurfa að bíða í Kaíró í tvo til þrjá daga. Heimilið orðið að ryki Fjölskyldan er heimilislaus að sögn Bergþóru, þar sem að hús þeirra er í dag rústir einar. „Þau eru frá norðurhluta Gasaborgar. Þau lögðu á flótta snemma því heimili þeirra er bara ryk og rústir í dag.“ segir Bergþóra. „Þaðan fóru þau til ættingja, þar sem þau höfðust við í húsi með engum gluggum, rúðum, eða dyrum. Þetta var svona hálfopið hús í Deir al-Balah.“ Það var síðan á föstudaginn síðastliðinn sem þau fóru að Rafah-landamærunum, milli Palestínu og Egyptalands. Svæðið er ekki öruggt, en stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði að minnsta kosti tuttugu Palestínumenn hafa fallið um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. „Þar voru þau í herbergi hjá ættingja, þau voru tuttugu saman þar. Og allir hinir eru enn þá þarna úti,“ segir Bergþóra sem fullyrðir að fólkið á Rafah þurfi að komast af svæðinu á allra næstu dögum. Bjuggust ekki við þessum árangri Að sögn Bergþóru bjuggust þær ekki endilega við því að verkið myndi takast þegar þær héldu út, en hún segir að þær hafi mætt miklum samstarfsvilja úti. Þá segir Bergþóra að palestínska samfélagið á Íslandi hafi hjálpað mikið til, til að mynda með því að verða þeim úti um túlkaaðstoð. Hún segir að hópurinn ætli sér að reyna að koma fleira fólki til bjargar frá Gasa-svæðinu. „Við ætlum okkur að koma þessu fólki út ef íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að gera það. Það tekur okkur bara miklu lengri tíma. Þau geta komið þeim öllum út í einu,“ segir hún. „Vonandi verður einhver komin hingað á morgun frá utanríkisráðuneytinu og getur tekið við af okkur.“ Bjarni gleðst yfir því að þetta geti gerst Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra það alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega í samtali við fréttastofu. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir. „Það hafa allar þjóðir heims verið hérna og lagst á eitt nema Ísland. Það er staðreynd,“ fullyrðir Bergþóra. „Það er búið að gera samning um að flytja fólkið til Íslands. Það þarf bara að hjálpa þeim yfir landamærin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta er mesta gjöf sem hægt er að fá, að taka á móti börnum sem eru að koma úr svona stórkostlegu áfalli, og geta hjálpað þeim og jafnvel bjargað lífi þeirra.“ Bergþóra, sem er í Egyptalandi ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi, fór út í síðustu viku, og á fjórum dögum tókst þeim að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum frá Gasa. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. Um er að ræða fjölskyldu manns, sem er vinur kvennanna, sem hefur dvalið á Íslandi á síðustu árum. „Hann hefur aldrei fengið að taka utan um yngsta son sinn,“ segir Bergþóra um manninn, sem fékk kennitölu hér á landi í byrjun síðasta árs eftir nokkurra ára vinnu og sótti um fjölskyldusameiningu í aprílmánuði sama árs. Fengu langþráðan hamborgara Þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru voru um það bil tvær klukkustundir frá því að fjölskyldan komst til Kaíró. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ segir Bergþóra. „Þetta er búið að vera ofboðslegt áfall. Þau eru fyrst núna að snerta örugga jörð.“ Hún útskýrir að þau hafi verið flutt yfir landamærum með rútu á vegum egypskra stjórnvalda. Næsta skref sé síðan að fara til Íslands. Bergþóra segir að það eigi ekki að vera mikið vandamál, en að fjölskyldan muni líklega þurfa að bíða í Kaíró í tvo til þrjá daga. Heimilið orðið að ryki Fjölskyldan er heimilislaus að sögn Bergþóru, þar sem að hús þeirra er í dag rústir einar. „Þau eru frá norðurhluta Gasaborgar. Þau lögðu á flótta snemma því heimili þeirra er bara ryk og rústir í dag.“ segir Bergþóra. „Þaðan fóru þau til ættingja, þar sem þau höfðust við í húsi með engum gluggum, rúðum, eða dyrum. Þetta var svona hálfopið hús í Deir al-Balah.“ Það var síðan á föstudaginn síðastliðinn sem þau fóru að Rafah-landamærunum, milli Palestínu og Egyptalands. Svæðið er ekki öruggt, en stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði að minnsta kosti tuttugu Palestínumenn hafa fallið um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. „Þar voru þau í herbergi hjá ættingja, þau voru tuttugu saman þar. Og allir hinir eru enn þá þarna úti,“ segir Bergþóra sem fullyrðir að fólkið á Rafah þurfi að komast af svæðinu á allra næstu dögum. Bjuggust ekki við þessum árangri Að sögn Bergþóru bjuggust þær ekki endilega við því að verkið myndi takast þegar þær héldu út, en hún segir að þær hafi mætt miklum samstarfsvilja úti. Þá segir Bergþóra að palestínska samfélagið á Íslandi hafi hjálpað mikið til, til að mynda með því að verða þeim úti um túlkaaðstoð. Hún segir að hópurinn ætli sér að reyna að koma fleira fólki til bjargar frá Gasa-svæðinu. „Við ætlum okkur að koma þessu fólki út ef íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að gera það. Það tekur okkur bara miklu lengri tíma. Þau geta komið þeim öllum út í einu,“ segir hún. „Vonandi verður einhver komin hingað á morgun frá utanríkisráðuneytinu og getur tekið við af okkur.“ Bjarni gleðst yfir því að þetta geti gerst Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra það alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega í samtali við fréttastofu. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir. „Það hafa allar þjóðir heims verið hérna og lagst á eitt nema Ísland. Það er staðreynd,“ fullyrðir Bergþóra. „Það er búið að gera samning um að flytja fólkið til Íslands. Það þarf bara að hjálpa þeim yfir landamærin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira