„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 11:03 Mynd af Taylor Swift sem búin er til með einföldu og aðgengilegu gervigreindarforriti. Kynferðislegar gervigreindarmyndir af henni af svipuðum toga vöktu marga til umhugsunar í síðustu viku. Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“ Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“
Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14