Nógu heilsuhraustur fyrir símtal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 16:09 Karl Bretakonungur og Rishi Sunak, forsætisráðherra á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein