Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tímamóta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 23:01 Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum. Einar árnason/getty Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“ Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“
Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56