Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tímamóta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 23:01 Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum. Einar árnason/getty Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“ Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“
Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56