Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 20:00 Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Vísir/Arnar Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“ Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“
Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00