„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Stefán Marteinn skrifar 7. febrúar 2024 22:13 Rúnar Ingi var ánægður með stáltaugarnar sem Njarðvíkingar sýndu í lokin. Vísir/Snædís Bára Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. „Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira