„Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2024 21:50 Jóhann Þór var eðlilega sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega léttur eftir átta stiga sigur sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Hann segir þó að sigurinn hafi verið nokkuð torsóttur. „Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42