Haraldur svaraði fyrir sig og er í toppbaráttu í Höfðaborg Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Haraldur Franklín Magnús slær boltann á mótinu í Höfðaborg. Getty/Johan Rynners Haraldur Franklín Magnús er á meðal efstu manna á golfmóti í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir afar góða spilamennsku á öðrum hring mótsins í dag, á stað sem honum hefur ekki gengið vel á. Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar. Golf Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar.
Golf Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira