Vel hefur gengið í nótt að tengja inn á nýju lögnina sem var tilbúin og ríkir bjartsýni um að hiti komist á kerfið í dag eða í kvöld.
Þá heyrum við í Suðurnesjamönnum sem sváfu í köldum húsum sínum í nótt.
Að auki tökum við stöðuna á gosinu sem hófst í gærmorgun en verulega virðist hafa dregið úr því í nótt.
Í íþróttapakkanum verður síðan meðal annars fjallað um óvænt vistaskipti Dags Sigurðssonar sem er hættur með japanska landsliðið í handbolta en hann mun samkvæmt heimildum vera að taka við landsliði Króatíu.
Myndbandaspilari er að hlaða.