Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 13:31 Joshua Jefferson var studdur af velli í leiknum við Hauka í gærkvöld. Stöð 2 Sport Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum