Hilmar Smári Henningsson lék með liði Bremerhaven og var stigahæstur þegar liðið mátti sætta sig við 82-73 tap gegn Phoenix Hagen í dag. Hilmar Smári skoraði 17 stig og gaf eina stoðsendingu í leiknum en hann var með frábæra nýtingu og nýtti sjö af níu skotum sínum utan af velli.
Hilmar Pétursson var einnig í tapliði í Þýskalandi í dag því lið hans Munster tapaði 78-68 gegn Trier. Hilmar lék í tæplega tuttugu mínútur í leiknum, skoraði 5 stig og gaf eina stoðsendingu.
Bremerhaven er í 10. sæti með 20 stig eftir tuttugu og eina umferð en Munster í 8. sæti með 24 stig.
Þá lék Orri Gunnarsson vel fyrir Swans Gmunden í austurrísku deildinni. Orri skoraði 15 stig í 112-63 sigri Swans Gmunden gegn Panthers Furstenfield. Lið Orra er í öðru sæti austurrísku deildarinnar.