Lærir spænsku til að heilla forráðamenn Barca Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 23:15 Hansi Flick var landsliðsþjálfari Þjóðverja þar til í september síðastliðnum þegar honum var sagt upp störfum. Vísir/Getty Barcelona er í leit að nýjum knattspyrnustjóra þar sem Xavi mun láta af störfum eftir tímabilið. Margir hafa orðað Jurgen Klopp við starfið en annar Þjóðverji er líka inni í myndinni. Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira