Ekkert alvöru inngrip í frumvarpi um Airbnb Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 11:20 Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að frumvarpið verði afturvirkt. Vísir Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma. Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört. Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört.
Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira