Son blöskraði borðtennisspilið og meiddist í átökum við liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Son Heung-min var með fingurinn í spelku í undanúrslitaleiknum gegn Jórdaníu í síðustu viku, og einnig í leik með Tottenham gegn Brighton um helgina. Getty/Etsuo Hara Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og Suður-Kóreu, meiddist í fingri þegar hann reifst við unga liðsfélaga í suður-kóreska landsliðinu kvöldið fyrir undanúrslitaleik á Asíumótinu í fótbolta. Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Sjá meira
Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Sjá meira