Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 14:27 Sama bóluefni er notað til að bólusetja gegn hettusótt og mislingum og rauðum hundum. Svokallað MMR bóluefni. Vísir/EPA Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15