„Eins og að vera fastur í hryllingsmynd“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 19:59 Arnar Guðjónsson var vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð. „Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“ Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“
Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira