„Það eru allir að spyrja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Ísold Sævarsdóttir er á fullu að æfa tvær íþróttagreinar á sama tíma, körfubolta og frjálsar íþróttir. Hún er í fremstu röð í þeim báðum. Hér sést hún í lyftingasalnum. Vísir/Sigurjón Ísold Sævarsdóttir er aðeins sextán ára. Hún fór á kostum með Stjörnunni í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld en hún er einnig ein besta frjálsíþróttakona landsins. Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold. Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold.
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira