Ein með börnin 326 daga á ári: „Hló fyrst en varð svo sorgmædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Henrik og Liva Ingebrigtsen eru hér saman með dæturnar Oliviu og Charlottu. Samsett/Getty/@livaingebrigtsen Norski frjálsíþróttakappinn Henrik Ingebrigtsen eyðir ekki miklum tíma með eiginkonu sinni og börnum. Hún ákvað að reikna það saman hversu lítið það er í raun. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira