Reiðilesturinn um samlokuna kom Wilder í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 13:00 Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, getur ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Catherine Ivill Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sína um dómara eftir 3-2 tapleik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024 Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að falla hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að falla hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira