Tiger Woods segist vera verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 16:30 Tiger Woods var brosmildur á blaðamannafundinum. Hann vonast eftir bjartari tímum. AP/Ryan Kang Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er að fara að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan í desember. Hann keppir á Genesis Invitational mótinu sem hefst í dag. Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024 Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira