Salah klár og enginn neyddur til að spila of snemma Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:04 Trent Alexander-Arnold missir af næstu leikjum Liverpool vegna meiðsla. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann sig knúinn til að svara efasemdaröddum þeirra sem telja að Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai hafi verið látnir byrja of snemma að spila eftir meiðsli. Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira
Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira