Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 23:01 Viktoria Bakshina mætti á minningarstundina. Vísir Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við. Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við.
Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00