Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 23:01 Viktoria Bakshina mætti á minningarstundina. Vísir Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við. Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við.
Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00