Kalvin Philips sá rautt og Watkins tryggði Villa þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 17:15 Ollie Watkins fagnar hér öðru marka sinna í dag en líklegt er að enska knattspyrnusambandið verði ekki alltof sátt með notkun hans á reykbombu í fagninu. Vísir/Getty Aston Villa vann góðan útisigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar. Kalvin Philips virðist ekki ætla að ná sér á flug með West Ham því hann sá rautt spjald í tapi liðsins. Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira