Hilmar lét töluvert að sér kveða í leiknum og skoraði 17 stig og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins. Hann bætti við þremur stoðsendingum og fjórum fráköstum á rúmum 27 mínútum spiluðum.
Sigurinn í kvöld var afar mikilvægur fyrir Uni Baskets Münster en liðið er í 8. sæti ProA deildarinnar, sem er síðasta sætið sem gefur sæti í umspili um sæti í úrvalsdeild að ári.