„Öðruvísi fegurð við þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Óskar Bjarni óttaðist stórtap í hálfleik en hans menn sneru dæminu snarlega við. Vísir/Einar „Þetta dálítið skrýtinn leikur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, sem komst áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir sterkan sigur á Metalplastika í Serbíu í gær. Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars. Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars.
Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira