„Öðruvísi fegurð við þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Óskar Bjarni óttaðist stórtap í hálfleik en hans menn sneru dæminu snarlega við. Vísir/Einar „Þetta dálítið skrýtinn leikur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, sem komst áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir sterkan sigur á Metalplastika í Serbíu í gær. Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars. Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Valur var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn hér heima síðustu helgi. Það mátti því lítið út af bregða í leik gærdagsins. Valsmenn byrjuðu vel en síðari hluti fyrri hálfleiksins afar slakur og voru fjórum mörkum undir í hléi, 16-12. „Við byrjuðum vel og náðum upp okkar leik, Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] að verja, vörnin góð og hraðaupphlaupsmörk. En svo kom rosalega slæmur kafli, 9-1 fyrir þá.“ segir Óskar. Menn hafi hrist þann kafla af sér og mætt af krafti inn eftir hléið. „Mér fannst við miklu sterkari í byrjun og hugsaði með mér að við myndum vinna þetta með fimm eða sex mörkum, fannst við alveg með þá. Svo kemur þessi kafli og allt gengur illa,“ „Í hálfleik var þetta ekkert rosalega bjart. Ef maður ætti að giska þá vorum við að fara að tapa þessum leik með sex, sjö mörkum. En svo náðum við varnarleiknum, þeir skora bar fjögur mörk á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta snerist við. Þetta er einn af þessum leikjum og þetta var ótrúlega sterkur sigur. Það var ótrúlega gaman að vinna þennan leik, bara svo ég segi það.“ Öðruvísi áskorun, en skemmtileg Evrópuævintýri Valsmanna í fyrra vakti mikla athygli en þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni, sterkari keppni þar sem andstæðingar voru á meðal betri liða álfunnar. Meiri möguleikar eru á árangri í þessari keppni, sem er heldur lakari, en Óskar segir verkefnið engu leiðinlegra en það í fyrra. „Í fyrra var rosa gaman þar sem þú varst að mæta meiri stórliðum og mikil spenna fyrir þessu heima. Núna erum við að fara mikið til Serbíu og á Balkanskagann í dálítið öðruvísi stemningu,“ segir Óskar Bjarni. „Það er öðruvísi fegurð við þessa keppni. Þetta er ótrúlega gaman og ég held þetta gefi strákunum rosalega mikið. Þetta er strembið, þú veist ekki alveg nógu mikið um andstæðingana en við tökum mikið út úr þessu og gerir okkur að betri leikmönnum og betri þjálfurum. Þetta er mjög gott fyrir félagið og íslenskan handbolta.“ Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur og fara þau fram í lok mars.
Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita